Nafnlaus sms úr sögunni

Ekki verður lengur hægt að senda ókeypis, nafnlaus sms skilaboð …
Ekki verður lengur hægt að senda ókeypis, nafnlaus sms skilaboð í gegnum Já.is Reuters

Gerðar hafa verið end­ur­bæt­ur á SMS-send­ing­um í gegn­um vefsíðuna Já.is. Frá og með deg­in­um í dag munu þeir sem senda SMS af síðunni þurfa að auðkenna sig áður en þeir geta sent skeyti í ís­lensk farsíma­núm­er. Þá verður þjón­ust­an héðan í frá ekki ókeyp­is leng­ur. 

Ókeyp­is SMS-send­ing­ar í gegn­um vef­inn hafa staðið ís­lensk­um net­not­end­um til boða í ár­araðir. Í til­kynn­ingu frá Já.is seg­ir hins veg­ar að brögð hafi verið að því í gegn­um tíðina að þjón­ust­an hafi verið notuð til að senda nafn­laus skila­boð í farsíma fólks. Héðan í frá munu not­end­ur þjón­ust­unn­ar auðkenna sig með inn­skrán­ingu og svo­kölluðu „SMS hand­ar­taki“.

Rukkað um 6-8 krón­ur

SMS-skeyt­in sem send verða af Já.is verða auðkennd og þau munu birt­ast mót­tak­and­an­um á sama hátt og ef væru send úr farsíma send­anda. Þessi breyt­ing fel­ur það jafn­framt í sér að hægt verður að svara þeim sem sendi skeytið beint. Önnur breyt­ing  er að SMS skeyti af Já.is verða héðan í frá gjald­færð. Verð fyr­ir send­ingu hvers skeyt­is verður á bil­inu 6-8 kr sem er um 30% minna en það kost­ar í gjald­skrá síma­fyr­ir­tækj­anna.

Hingað til hafa SMS skeyt­in verið ókeyp­is en þeim hafa í staðinn fylgt aug­lýs­ing­ar. Póst- og fjar­skipta­stofn­un vakti hins veg­ar at­hygli Já á því und­ir lok síðasta árs að aug­lýs­ing­ar mætti ein­ung­is senda með SMS-skeyt­um þegar mót­tak­andi skeyt­is­ins hefði veitt samþykki sitt fyr­ir þeim fyr­ir­fram. 

Sig­ríður Mar­grét Odds­dótt­ir for­stjóri Já seg­ir að fyr­ir­tækið hafi viljað finna leið til að þurfa ekki að hætta að bjóða sms-send­ing­ar af Já.is þegar þessi ábend­ing Póst- og fjar­skipa­stofn­un­ar barst. Ákveðið hafi verið að líta á þetta sem tæki­færi til breyt­inga.

Sigríður Margrét Oddsdóttir, forstjóri Já
Sig­ríður Mar­grét Odds­dótt­ir, for­stjóri Já mbl.is
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert