Góð viðbrögð frá gagnrýendum

DUST 514 er fjölspilunar-skotleikur. Í leiknum berjast spilarar um landsvæði, …
DUST 514 er fjölspilunar-skotleikur. Í leiknum berjast spilarar um landsvæði, auðlindir og áhrif og nota til þess herkænsku og áræðni. Teikning/CCP

Nýja tölvuleik CCP, DUST 514 hefur verið mjög vel tekið af gagnrýnendum. Tugir þúsunda horfðu á beinar útsendingar frá Hörpu um síðustu helgi gegnum vef EVE TV.

Mikil ánægja ríkir í herbúðum tölvuleikjaframleiðands CCP með nýafstaðna Fanfest, hátíð sem fram fór í Hörpunni um síðastliðna helgi. Á hátíðinni kynnti CCP margvíslegar nýjungar þar sem hæst bar heimsfrumsýning á tölvuleiknum DUST 514 sem kemur út síðar í ár. Um sjötíu blaðamenn voru hérlendis vegna viðburðarins, en samtals mættu hátt í þrjú þúsund manns á hátíðina sem stóð í þrjá daga og var stærsta, og að mati CCP farsælasta, Fanfest hátíðin sem haldin hefur verið til þessa.

DUST 514 er fjölspilunar-skotleikur sem kemur út fyrir PlayStation 3 leikjavélar SONY. Leikurinn gerist á plánetum í sama sýndarheimi og EVE Online, fjölspilunarleik CCP sem gefinn var fyrst út árið 2003 og er leikinn gegnum PC-tölvur. Með því að gerast í sama heimi tengir DUST 514 saman leikjaheim PC og leikjatölva– fyrstur allra tölvuleikja. Á meðan spilarar EVE Online stjórna geimskipum EVE-heimsins sjá spilarar DUST 514 um atburðarásina á yfirborði pláneta. Spilarar leikjanna geta þannig hvor um sig haft áhrif á framvindu mála í báðum leikjunum. Í upphafi þessa mánaðar tilkynnti CCP að DUST 514 yrði fáanlegur öllum PlayStation 3 eigendum án endurgjalds gegnum PlayStation Network SONY – og yrði þar með fyrsti leikur sinnar tegundar til að styðjast við nýtt viðskiptamódel, svokallaða „Free to play”-útgáfu. Leikurinn sjálfur er þá fáanlegur án greiðslu, en tekna aflað með sölu á varningi og ýmsum viðbótum sem opna fyrir frekari möguleika og gera spilurum hans kleift að fá enn meir út úr upplifun sinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert