Börnum með einhverfu fjölgar

Börnum með einhverfu hefur fjölgað um 23% í Bandaríkjunum frá …
Börnum með einhverfu hefur fjölgað um 23% í Bandaríkjunum frá árinu 2009. Myndin er af íslenskum börnum að leik. Árni Sæberg

Börn­um sem grein­ist með ein­hverfu í Banda­ríkj­un­um hef­ur fjölgað um 23% frá ár­inu 2009, en 1 af hverj­um 88 börn­um eru greind ein­hverf þar í landi sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá heil­brigðis­yf­ir­völd­um frá því í dag.

Fyrri rann­sókn­arniður­stöður bentu til að um væri að ræða 1 af hverj­um 110 börn­um.

Hluta ástæðna fyr­ir þessu má rekja til þess að grein­ing­ar á ein­hverfu hafi batnað á meðal barna und­ir þriggja ára aldri. En þó er ekki hægt að út­skýra þessa miklu breyt­ingu ein­göngu á því eft­ir því sem sér­fræðing­ar segja.

„Til að skilja þessi mál bet­ur, þurf­um við að hraða rann­sókn­um á áhættuþátt­um sem valda ein­hverfu,“ sagði Co­leen Boyle, for­stjóri Miðstöðvar fyr­ir sjúk­dóma­varn­ir og Stofn­un­ar fæðing­argalla og þroska­höml­un­ar, í dag.

Mun fleiri dreng­ir grein­ast en stúlk­ur

Nýj­ustu frétt­ir herma að ein­hverfa sé næst­um því fimm sinn­um al­geng­ari hjá drengj­um en stúlk­um, en 1 af 54 drengj­um grein­ast með ein­hverfu.

Áður hafði verið talið að hlut­fall ein­hverfu væri fjór­ir dreng­ir á móti einni stúlku.

Af­brigði ein­hverfu eru mörg og má meðal ann­ars lesa um ein­kenn­in á vef Um­sjón­ar­fé­lags ein­hverfra hér. Or­sak­ir ein­hverfu eru mönn­um enn ráðgáta.

Rann­sókn­arniður­stöðurn­ar sem birt­ust í dag voru frá rann­sókn­um sem gerðar voru á 14 mis­mun­andi stöðum í Banda­ríkj­un­um.

Niður­stöðurn­ar eru mjög mis­mun­andi eft­ir fylkj­um í Banda­ríkj­un­um, þannig grein­ist 1 af 210 börn­um í Ala­bama, sem er í suðaust­ur­hluta Banda­ríkj­anna, en 1 af 47 börn­um í Utah.

Mest hef­ur fjölg­un á grein­ing­um orðið hjá börn­um af Rómönsk-Am­er­ísk­um upp­runa og á meðal blökku­barna.

Grein­ing­um hef­ur fjölgað meðal barna yngri en þriggja ára

Grein­ing­um und­ir þriggja ára aldri hef­ur fjölgað mikið, en ennþá er yfir 40% barna sem ekki hljóta grein­ingu fyrr en eft­ir fjög­urra ára ald­ur.

„Eitt að því sem gögn­in segja með nokk­urri vissu er að það eru mjög mörg börn og fjöl­skyld­ur sem þurfa hjálp, sagði Thom­as Frieden, fram­kvæmda­stjóri sam­taka aðstand­and­enda þeirra sem þjást af ein­hverfu, í yf­ir­lýs­ingu.

„Við þurf­um að halda áfram að rann­saka ein­hverfu vegna þess að sam­fé­lög heims­ins þurfa meiri upp­lýs­ing­ar til þess að geta leitt fram­far­ir í þjón­ustu við börn,“ sagði Frieden.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert