Nagladekk ógna heilsunni

Gulur himinn - Í kyrru veðri er stundum mengunarslikja yfir …
Gulur himinn - Í kyrru veðri er stundum mengunarslikja yfir Reykjavík. Mbl.is/Ómar Óskarsson

Ný sænsk rann­sókn hef­ur leitt í ljós að rekja má dauða á milli 30 til 40 manns í Stokk­hólmi á ári til notk­un­ar nagla­dekkja. Eitraðar agn­ir, sem tæt­ast upp und­an nagla­dekkj­um á mal­biki, eru ekki aðeins hættu­leg­ar önd­un­ar­fær­un­um, sam­kvæmt rann­sókn­inni, held­ur geta þær líka valdið blóðtappa og hjarta­áfalli.

Dagens Nyheter seg­ir frá niður­stöðum rann­sókn­ar­inn­ar í dag. Þar seg­ir að vís­inda­menn hafi lengi deilt um hvort eituragn­ir í mal­biki séu bein­lín­is skaðleg­ar eða ekki. Með rann­sókn­inni, sem fram­kvæmd var við Umeå-há­skóla í Svíþjóð, er sú deila út­rædd að sögn DN.se.  
Þetta er fyrsta rann­sókn­in í heim­in­um þar sem sýnt er fram á tengsl milli svifryks og dán­artíðni, en dauðsföll í Stokk­hólmi voru rann­sökuð með hliðsjón af meng­un í borg­inni.

„Agn­irn­ar geta haft áhrif á hjart­slátt og blóðtappa­mynd­un. Þess vegna er fólk með hjarta- og kran­sæðavanda í sér­stök­um áhættu­hópi vegna ryk­meng­un­ar,“ hef­ur Dn.se eft­ir Bertil Fors­berg, pró­fess­or í um­hverf­is­lækn­is­fræði við Umeå-há­skóla.

And­rúms­loftið í Stokk­hólmi er mengaðast á vor­in, sam­kvæmt rann­sókn­inni, þegar veg­irn­ir þorna og svifrykið þyrlast upp og fer í önd­un­ar­fær­in. Nagla­dekk hafa verið bönnuð á ákveðnum svæðum í Stokk­hólmi, Upp­söl­um og Gauta­borg. Sænsku vís­inda­menn­irn­ir hvetja til þess að það sama verði gert víðar til þess að draga úr svifryks­meng­un.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert