Gönguferð góð gegn þunglyndi

Að fara reglu­lega í göngu­ferð get­ur haft mikið að segja við að draga úr þung­lyndi, sam­kvæmt niður­stöðum skoskra vís­inda­manna. Þegar er sannað að kröft­ug lík­ams­rækt get­ur komið í veg fyr­ir þung­lyndi en lítið hef­ur verið rann­sakað hversu mik­il áhrif áreynslum­inni æf­ing­ar, svo sem göngu­ferðir, hafa.

Rann­sókn Skot­anna var birt í vís­inda­tíma­rit­inu Mental Health and Physical Acti­vity og þar kem­ur fram að göngu­ferð geti haft mik­il áhrif á þung­lyndi. Talið er að 1 af hverj­um tíu glími við þung­lyndi ein­hvern tím­ann á lífs­leiðinni. Hægt er að meðhöndla al­var­legt þung­lyndi með lyfj­um en lækn­ar eru einnig í rík­ari mæli farn­ir að ávísa hreyf­ingu til þeirra sem glíma við væg­ara þung­lyndi.

Vís­inda­menn­irn­ir segja að það góða við göng­ur sé að flest­ir geti stundað þær, þær kosti ekki krónu og auðvelt sé að koma þeim við í hvers­dags­lífi flestra.

Þeir segja að enn eigi eft­ir að rann­saka hversu lengi og hversu langt þurfti að ganga til að það fari að skipta máli.

Frétt BBC um rann­sókn­ina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert