Fékk heilablóðfall og varð hommi

Chris Birch segist vera breyttur maður eftir veikindin.
Chris Birch segist vera breyttur maður eftir veikindin.

27 ára gamall Breti segir að hann hafi orðið hommi eftir að hann fékk heilablóðfall á síðasta ári. Eftir veikindin hafi orðið miklar breytingar á persónuleika hans.

Chris Birch slasaðist illa í fyrrasumar þegar hann var steypa sér kollhnís niður grasbrekku. Við það klemmdist æð sem sér um að dæla blóði til heilans. Þar sem heilinn fékk ekki nægt súrefni urðu skemmdir í heilavef sem hafa áhrif á hvernig hann hugsar, hreyfir sig og líður.

Fyrir slysið var Brich dæmigerður ungur maður sem hafði áhuga á íþróttum, mótorhjólum og að skemmta sér. Hann segir að veikindin hafi breytt persónuleika sínum í grundvallaratriðum. „Sá Chris sem ég þekkti er horfinn en í staðinn er kominn nýr Chris. Ég hef komist að þeirri niðurstöðu að heilablóðfallið hafi breytt mér í homma,“ segir Chris í samtali við BBC.

Það er þekkt að heilablóðfall getur haft áhrif á persónuleika fólks, en í fréttinni segir að slík tilfelli séu fátíð. Jak Powell, sambýlismaður Brich, er ekki sannfærður um að kenna megi heilablóðfallinu um og segir hugsanlegt að Brich hafi alla tíð verið hommi. Birch er ekki sammála og segir að hann hafi átt mjög erfitt tímabil þegar hann uppgötvaði eftir slysið, að tilfinningar hans til karlmanna voru breyttar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka