Vanmat á sykurmagni í „heilsudrykkjum“

Hertogaynjan af Cambridge gæðir sér á smoothie-drykk.
Hertogaynjan af Cambridge gæðir sér á smoothie-drykk. AP

Fólk vanmetur iðulega magn sykurs í drykkjum sem sagðir eru hollir, samkvæmt nýrri rannsókn vísindamanna við Háskólann í Glasgow. Ofmetur fólk hins vegar sykurmagn í gosdrykkjum.

2000 manns tóku þátt í rannsókninni. Margir þeirra ofmátu magn sykurs í drykkjum með gosi í en vanmátu á sama tíma sykurmagn í ávaxtadrykkjum hvers konar.

Þá kom í ljós að af daglegri hitaeiningainntöku fólks kom mjög stór hluti frá ávaxtadrykkjum.

Þátttakendur í rannsókninni voru beðnir að meta hversu margar teskeiðar af sykri væru í algengum drykkjum. Misreiknuðu þeir sig nokkuð rækilega, m.a. töldu þeir að meðaltali að 2-4 teskeiðum minna af sykri væri í eplasafa og „smoothies“-drykkjum en rétt er. Í einu tilviki vanmátu þeir sykurinnihaldið um heilar 18 teskeiðar.

Frétt BBC um málið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert