Fundu lífvænlega plánetu

Tölvugerð mynd sem sýnir Gliese 667Cb, plánetu í sama sólkerfi …
Tölvugerð mynd sem sýnir Gliese 667Cb, plánetu í sama sólkerfi og Gliese 667Cc. Mynd tekin af vef Wikipedia.

Stjörnu­fræðing­ar hafa nú upp­götvað líf­væn­lega plán­etu utan okk­ar eig­in sól­kerf­is. Plán­et­an er hvorki of ná­lægt sól­inni sinni til þess að verða að eyðimörk og held­ur ekki nógu langt frá henni til þess að frjó­sa.

Plán­et­an, sem ber nafnið, Gliese 667Cc, snýst um rauða dverg stjörnu sem ligg­ur um það bil 22 ljós­ár­um frá jörðinni. Mögu­legt er að upp­götv­un­in hjálpi vís­inda­mönn­um að kom­ast því hvort líf­ver­ur sé að finna ann­ars staðar í al­heim­in­um en á jörðinni. Upp­götv­un­in er sömu­leiðis mjög merki­leg að því leyt­inu til að það að upp­götva líf­væn­lega plán­etu utan sól­kerf­is okk­ar hef­ur lengi tal­ist á meðal helstu drauma stjörnu­fræðinga en fyr­ir ein­ung­is 20 árum síðan voru vís­inda­menn enn að deila um til­vist slíkr­ar plán­etu væri yfir höfuð mögu­leg.

Gögn um plán­et­una virðast benda til þess að hún sé fast­mótuð og rúm­lega með fjór­um sinn­um meiri massa en jörðin. Talið er mögu­legt að vatn sé að finna á plán­et­unni og að yf­ir­borðs hiti henn­ar sé svipaður yf­ir­borðshita jarðar­inn­ar.

Nán­ar má lesa um málið á vef Daily Tel­egraph.

Tölvugerð mynd sem sýnir hvernig sólsetrið á Gliese 667Cc gæti …
Tölvu­gerð mynd sem sýn­ir hvernig sól­setrið á Gliese 667Cc gæti litið út. Mynd tek­in af vef Wikipedia.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert