Stjörnufræðingar hafa nú uppgötvað lífvænlega plánetu utan okkar eigin sólkerfis. Plánetan er hvorki of nálægt sólinni sinni til þess að verða að eyðimörk og heldur ekki nógu langt frá henni til þess að frjósa.
Plánetan, sem ber nafnið, Gliese 667Cc, snýst um rauða dverg stjörnu sem liggur um það bil 22 ljósárum frá jörðinni. Mögulegt er að uppgötvunin hjálpi vísindamönnum að komast því hvort lífverur sé að finna annars staðar í alheiminum en á jörðinni. Uppgötvunin er sömuleiðis mjög merkileg að því leytinu til að það að uppgötva lífvænlega plánetu utan sólkerfis okkar hefur lengi talist á meðal helstu drauma stjörnufræðinga en fyrir einungis 20 árum síðan voru vísindamenn enn að deila um tilvist slíkrar plánetu væri yfir höfuð möguleg.
Gögn um plánetuna virðast benda til þess að hún sé fastmótuð og rúmlega með fjórum sinnum meiri massa en jörðin. Talið er mögulegt að vatn sé að finna á plánetunni og að yfirborðs hiti hennar sé svipaður yfirborðshita jarðarinnar.
Nánar má lesa um málið á vef Daily Telegraph.