Ferðamenn sem telja sig vera fórnarlömb fordóma öryggisvarða á bandarískum flugvöllum geta nú sent inn kvörtun í gegnum nýtt „app“. Höfundar „appsins“ eða smáforritsins, eru fulltrúar ýmissa mannréttindasamtaka, þar á meðal múslíma í Bandaríkjunum. Smáforritið heitir Flyrights.
Eftirlitið á flugvöllum í Bandaríkjunum, Transportation Security Administration, hefur ekki gripið til aðgerða til að koma í veg fyrir að fólk verði fórnarlömb fordóma vegna m.a. trúarbragða eða kynþátta, segir talsmaður hópsins sem stendur að baki smáforritinu. TSA segir að mjög fáir sendi inn kvartanir vegna þessa en nú kemur ljós hvort fleiri upplifi sig sem fórnarlömb og sendi tilkynningar í gegnum smáforritið.
TSA er undir eftirliti bandaríska heimavarnarráðuneytisins.