Björk fær Webby-verðlaun

Björk flytur lög af plötunni Biophilia.
Björk flytur lög af plötunni Biophilia.

Til­kynnt var í dag að söng­kon­an Björk Guðmunds­dótt­ir verður listamaður árs­ins á Webby-verðlaun­un­um sem af­hent verða síðar í þess­um mánuði. Grín­ist­inn Lou­is C.K. verður Maður árs­ins. Verðlaun­in eru af­hent þeim sem skara fram úr á ein­hverju sviði tengt net­heim­um.

Grín­ist­inn Lou­is C.K.  fær verðlaun­in fyr­ir að setja mynd­band af uppist­andi sínu á vefsíðu  og rukka litla 5 dali fyr­ir áhorf. Eng­inn trúði að fólk myndi kaupa slíkt efni á net­inu og því kom öll­um á óvart að inn­an tveggja vikna hafði C.K. þénað 1 millj­ón dala á uppá­tæk­inu. Fær hann verðlaun­in fyr­ir að kynna til sög­unn­ar þessa dreif­ing­ar­leið.

Björk hlýt­ur verðlaun­in m.a. fyr­ir plöt­una Bi­ophilia sem var marg­miðlun­ar­verk er kom út á síðasta ári.

Smá­for­ritið (e. app) In­sta­gram var valið upp­finn­ing árs­ins en Face­book keypti for­ritið ný­lega á 1 millj­ón dali. Með for­rit­inu er á ein­fald­an hátt hægt að deila ljós­mynd­um.

Verðlaun­in verða af­hent 21. maí næst­kom­andi í New York. Hefð er fyr­ir því að þakk­arræður séu ekki lengri en fimm orð.

Verðlaun­in eru veitt í fjór­um flokk­um, fyr­ir vefsíðu, gagn­virka aug­lýs­ingu og fjöl­miðlun, kvik­mynd­ir og mynd­bönd á netniu og farsíma og/​eða smá­for­rit.

Bæði dóm­nefnd og áhuga­menn um netið velja sig­ur­veg­ara.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert