Feitum konum mismunað á vinnumarkaði

Feitum konum er mismunað á vinnumarkaði. Það sama á ekki …
Feitum konum er mismunað á vinnumarkaði. Það sama á ekki við um feita karla. Reuters

Feitar konur eru líklegri en grannar til að upplifa mismunun á vinnumarkaði. Þær fá síður vinnu og eru líklegri til að hafa lægri tekjur. Þetta sýnir ný rannsókn sem m.a. var gerð með því að sýna atvinnuveitendum ferilskrá kvenna með myndum af þeim fyrir og eftir magaminnkunaraðgerð.

Rannsóknin er birt í nýjasta hefti International Journal of Obesity og var gerð af vísindamönnum við háskólann í Manchester og Monash háskólann í Ástralíu.

Vinnuveitendum voru sýndar ferilskrár kvenna og þeir beðnir að meta þær, m.a. út frá því hvort þeir myndu ráða þær í vinnu, hver byrjunarlaun þeirra yrðu o.s.frv.

Með ferilskránum fylgdu myndir af konum fyrir og eftir magaminnkunaraðgerðir. Tvær ferilskrár fylgdu því hverri konu; á annarri var mynd af henni feitri og hinni af henni grannri.

„Við komumst að því að fitufordómarnir voru sterkir, hvort sem um var að ræða hugsanlega ráðningu viðkomandi, byrjunarlaun og mögulega leiðtogahæfileika,“ segir Dr. Kerry O'Brien.

Í frétt á vefnum my Fox er einnig rifjuð upp íslensk rannsókn frá árinu 2010 sem sýndi að of þungar konur eru líklegri til að vera atvinnulausar en aðrar konur. Í þeirri rannsókn hafi einnig komið fram að feitir karlar verða ekki fyrir sambærilegum fordómum. Þeir eru ráðnir í vinnu og fá sambærileg laun og grennri menn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert