Evrópa stefnir til Júpíters

Gasrisinn Júpíter.
Gasrisinn Júpíter.

Geim­vís­inda­stofn­un Evr­ópu, ESA, hef­ur ákveðið að ráðast í metnaðarfull­an leiðang­ur út í geim. Leiðang­ur­inn geng­ur und­ir heit­inu JUICE, eða Jupiter Icy Moons Explor­er og eins og nafnið gef­ur til kynna er mark­miðið að senda geim­far til að rann­saka ístungl Júpíters. Talið er að und­ir yf­ir­borði þeirra gætu verið höf og hugs­an­lega líf­væn­leg­ar aðstæður.

Fram kem­ur á Stjörnu­fræðivefn­um að um sé að ræða fyrsta stóra geim­leiðang­ur­inn sem far­inn verður í Cos­mic Visi­ons geimáætl­un ESA. Geim­farið sem not­ar verður mun vega rétt und­ir 5 tonn­um og verður meðal þeirra þyngstu sem send hafa verið út í ytra sól­kerfið, en því verður skotið á loft með Aria­ne 5 eld­flaug í júní árið 2022, frá Kourou geim­ferðamiðstöð Evr­ópu í Frönsku-Gaj­ana í Suður-Am­er­íku. Það mun taka geim­farið 8 ár að kom­ast á áfangastað, þar sem það dvel­ur svo við rann­sókn­ir í a.m.k. 3 ár.

Ístunglin þrjú sem geim­far­inu er ætlað að rann­saka eru Evr­ópa, Ganý­medes og Kallistó, en það síðast­nefnda er gígótt­asti hnött­ur sól­kerf­is­ins að því er seg­ir á Stjörnu­fræðivefn­um. Leiðang­ur­inn mun vænt­an­lega leiða í ljós hvort sá grun­ur sé rétt­ur að und­ir ís­skorp­um tungl­anna séu höf þar sem mögu­lega gæti þrif­ist líf. „Í leiðinni öðlumst við dýpri skiln­ing á þeim aðstæðum sem ríktu við mynd­un Júpíters og tungl­anna en segja má að kerfið sé einskon­ar lít­il út­gáfa af sól­kerfi. Við mun­um því lík­lega læra sitt­hvað um til­urð jarðar í leiðinni,“ seg­ir á Stjörnu­fræðivefn­um. 

Upp­haf­lega átti geim­far á veg­um NASA að fljúga með JUICE og fara á braut um Evr­ópu, en NASA varð að falla frá þeim áform­um því þau þótt of kostnaðar­söm, skv. Stjörnu­fræðivefn­um. Evr­ópa er því í broddi fylk­ing­ar við rann­sókn­ir á sól­kerf­inu, og á næst­unni munu aðild­ar­ríki ESA sækja um það að fá að smíða mæli­tæki í geim­farið. 

Nán­ari upp­lýs­ing­ar um rann­sókn­ar­leiðang­ur­inn auk ým­iss fróðleiks um stjörnu­fræði, þar á meðal um fyrri rann­sókn­ir á tungl­um Júpíters, má finna á Stjörnu­fræðivefn­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert