Grænlandsjökull bráðnar hægar en talið var

Grænlandsjökull.
Grænlandsjökull. mbl.is/Rax

Rann­sókn á Græn­lands­jökli sem staðið hef­ur yfir sl. 10 ár bend­ir til að jök­ull­inn bráðni hæg­ar en ótt­ast hafði verið. Það þýðir að hækk­un sjáv­ar­borðs vegna bráðnun­ar verður minni en áður var talið.

Mikið hef­ur verið fjallað um bráðnun jökla á norður­hveli jarðar á síðustu árum. Þar skipt­ir Græn­lands­jök­ull mestu máli enda er þar gríðarlegt vatns­magn bundið í ís.

Þessi rann­sókn, sem birt­ist í tíma­rit­inu Science, bend­ir til að bráðnun Græn­lands­jök­uls verði hæg­ari en áður var talið og að yf­ir­borð sjáv­ar hækki um 80 cm fram til árs­ins 2100, en ekki um tvo metra eins fyrri rann­sókn­ir bentu til.

Vís­inda­menn­irn­ir byggðu niður­stöður sín­ar á gervi­hnatt­ar­mynd­um sem tekn­ar voru á ár­un­um 2001-2011. Í skýrsl­unni seg­ir að meg­in­ís­inn í Græn­lands­jökli hreyf­ist til­tölu­lega hægt, milli 9-100 metra á ári. Við jök­ul­sporðana sé hreyf­ing­in hins veg­ar 300-1.600 metr­ar á ári.

Þessi til­tölu­lega hæga hreyf­ing á ísn­um þýðir að jök­ull­inn skil­ar minna magni af ís út í sjó á ári en jökl­ar sem hreyf­ast hraðar.

Twila Moon, sér­fræðing­ur hjá Há­skól­an­um í Washingt­on, seg­ir að það sé enn mörg­um spurn­ing­um ósvarað um áhrif hækk­andi hita­stigs á Græn­lands­jök­ul. Breyt­ing­arn­ar á jökl­in­um séu hæg­ar og því sé erfitt að fá full­nægj­andi mynd af lang­tíma­áhrif­um hlýn­un­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert