Breskur maður, Chris James, sem hefur verið blindur um árabil í kjölfar arfgengs augnsjúkdóms, getur nú greint mismunandi birtuskilyrði og í sumum tilvikum útlínur hluta á ný. Tekur hann þátt í tilraun lækna til að leita lækninga við blindu sem felst í að örflaga sem að sendir rafskilaboð til heilans er grædd á bak við sjónhimnu blinds einstaklings.
Um er að ræða svipaða örflögu eða kubb og er finna í stafrænum myndavélum. Örflagan mælist 3 mm að breidd er á henni eru henni 1.500 myndeindir eða pixlar. Einkenni augnsjúkdómsins Retinis Pigmentosa (RP) sem að Chris þjáist af, er að frumur sem að annars nema ljós og senda sem rafskilaboð til heilans taka að hrörna og hætta að lokum að virka. Í kjölfar aðgerðarinnar er það örflagan sem að sendir rafskilaboð til sjónstöðvar heilans þegar birta eða mynd verður fyrir auganu. Heilinn sér síðan um að túlka það sem fyrir augað ber.
Enn er töluvert í að tæknin verði fullkomnuð en samkvæmt læknum Chris er þetta í fyrsta sinn sem að breskur einstaklingur sem að var orðinn lögblindur fær sýn að einhverju marki í kjölfar slíkrar tilraunar. Heili Chris á eftir að þjálfast í að túlka skilaboðin frá sjóntaugunum eins og áður en að hann missti sjónina. Sér hann til dæmis í svart-hvítu enn sem komið er og aðeins takmarkað sjónarhorn. Samkvæmt BBC eru læknar hans hins vegar vongóðir um að menn geti jafnvel greint andlit fólks og útlínur með tíð og tíma og að þessi tækni muni geta veitt annars blindum einstaklingum umtalsverða sýn sem nýtist þeim í daglegu lífi.