Sífellt fjölgar feitum Bandaríkjamönnum

Reuters

Hætta er á því að 42% bandarísku þjóðarinnar glími við offitu árið 2030. Þetta þýðir að 32 milljónir Bandaríkjamanna til viðbótar muni þjást af offitu.

Talið er að þetta muni kosta heilbrigðiskerfið 550 milljarða Bandaríkjadala næstu tvo áratugi. Þriðjungur Bandaríkjanna glímir við offitu í dag.

Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar sem unnin var við Duke-háskólann í Norður-Karólínu. Var niðurstaðan birt í American Journal of Preventive Medicine.

Fullorðin manneskja sem er með líkamsþyngdarstuðulinn (BMI) 30 eða yfir telst þjást af offitu. Fólki sem er með líkamsþyngdarstuðulinn 40 og yfir fjölgar hratt og er talið að um 11% bandarísku þjóðarinnar muni vera í þeim hóp árið 2030.

Eric Finkelstein, sem stýrði rannsókninni, segir að ef hægt sé að draga úr offitu megi spara 550 milljarða dala í heilbrigðiskerfinu á næstu tveimur áratugum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert