Eitt af hverjum sex krabbameinum sem greinast í heiminum, um tvær milljónir á ári, er vegna sýkinga sem hægt væri hægt að meðhöndla og þar með koma í veg fyrir krabbameinið.
Í yfirliti Lancet vísindablaðsins voru 27 tegundir krabbameins skoðaðar í 184 löndum. Við rannsóknina fundust fjórar sýkingar sem taldar eru orsaka krabbamein.
Þessar fjórar sýkingar, m.a. lifrarbólga B og C, eru taldar valda um 1,9 milljónum tilfella af legháls-, maga- og lifrarkrabbameini í heiminum. Flest eru tilfellin í þróunarlöndum.
Vísindamennirnir sem unnu rannsóknina segja nauðsynlegt að taka á þessum vanda. Krabbamein vegna sýkinga séu þrisvar sinnum algengari í þróunarlöndum, s.s. í löndum Austur-Asíu, en á öðrum svæðum, s.s. í Bretlandi þar sem slíkt hlutfall er lágt.