Fágætur sólmyrkvi um helgina

Hringmyrkvi verður um helgina.
Hringmyrkvi verður um helgina. Retuers

Morg­un­han­ar í Kína og Jap­an geta orði vitni af fá­gæt­um sól­myrkva um helg­ina. Um verður að ræða svo­kallaðan hring­myrkva sem verður þegar tunglið skygg­ir fyr­ir sól­kringl­una miðja en ekki jaðar henn­ar, séð frá at­hug­un­arstað. Mun þetta fyr­ir­bæri aðeins verða sjá­an­legt á svæðum í Jap­an og Kína og við sól­set­ur í vest­ur­hluta Banda­ríkj­anna.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um NASA hefst myrkvinn við sól­ar­upp­rás í suður­hluta Kína. Hann mun í kjöl­farið sjást við suður­strönd Jap­ans. Þá má eiga von á því að hann sjá­ist t.d. frá  Alaska og í Or­egon og Kali­forn­íu. Ekki verður myrkvinn eins á öll­um þess­um stöðum, hann breyt­ist eft­ir sjón­ar­horn­inu á hverj­um stað.

Er þetta í fyrsta sinn í átján ár sem slík­ur hring­myrkvi sést í Banda­ríkj­un­um.

Sól­myrkv­ar eru þó ekki svo sjald­gæf­ir. Þeir verða um það bil tvisvar sinn­um á ári en þeir sjást ekki alltaf vel.

Frétt Sky um málið.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert