Fágætur sólmyrkvi um helgina

Hringmyrkvi verður um helgina.
Hringmyrkvi verður um helgina. Retuers

Morgunhanar í Kína og Japan geta orði vitni af fágætum sólmyrkva um helgina. Um verður að ræða svokallaðan hringmyrkva sem verður þegar tunglið skyggir fyrir sólkringluna miðja en ekki jaðar hennar, séð frá athugunarstað. Mun þetta fyrirbæri aðeins verða sjáanlegt á svæðum í Japan og Kína og við sólsetur í vesturhluta Bandaríkjanna.

Samkvæmt upplýsingum NASA hefst myrkvinn við sólarupprás í suðurhluta Kína. Hann mun í kjölfarið sjást við suðurströnd Japans. Þá má eiga von á því að hann sjáist t.d. frá  Alaska og í Oregon og Kaliforníu. Ekki verður myrkvinn eins á öllum þessum stöðum, hann breytist eftir sjónarhorninu á hverjum stað.

Er þetta í fyrsta sinn í átján ár sem slíkur hringmyrkvi sést í Bandaríkjunum.

Sólmyrkvar eru þó ekki svo sjaldgæfir. Þeir verða um það bil tvisvar sinnum á ári en þeir sjást ekki alltaf vel.

Frétt Sky um málið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka