Hrotur og slitróttur svefn geta aukið líkur á krabbameini

Ásdís Ásgeirsdóttir

Hrot­ur og aðrar svefntrufl­an­ir sem að hamla eðli­legu súr­efn­is­flæði um lík­ama manns­ins geta aukið lík­ur krabba­mein­sæxl­um seg­ir í niður­stöðum nýrr­ar rann­sókn­ar banda­rískra vís­inda­manna.

Við lágt súr­efn­is­magn í blóði geta skap­ast kjöraðstæður fyr­ir vöxt æða sem flytja krabba­meins­frum­um nær­ingu og stuðla því að frek­ari vexti þeirra seg­ir á vef The Tel­egraph

Litið var til tíðni krabba­meins hjá yfir 1.500 ein­stak­ling­um sem und­an­far­in 22 ár hafa tekið þátt í rann­sókn á svefn­vanda­mál­um á borð við hrot­ur, kæfis­vefn o.s.frv. Sýndu niður­stöðurn­ar fram á að þeir sem áttu við veru­leg slík vanda­mál að etja eru 4,8 sinn­um lík­legri til að grein­ast með krabba­mein aðrir. 

Til að fyr­ir­byggja skekkj­ur var gert ráð fyr­ir mis­mun­andi lík­ams­ástandi þátt­tak­enda, hvort þeir væru of þung­ir eða ekki, aldri, kyni og hvort um væri að ræða reyk­inga­menn. Niðurstaðan varð eft­ir sem áður sú sama, fylgni er á milli slæmra svefntrufl­ana og tíðni krabba­meins - óháð því hvort ein­stak­ling­ur var í yfirþyngd eða ekki. 

Að sögn aðstand­enda rann­sókn­ar­inn­ar er hún sú fyrsta sem að sýn­ir fram á tengsl svefntrufl­andi sjúk­dóma og krabba­meins með óyggj­andi hætti og gefa niður­stöðurn­ar án vafa til­efni til frek­ari at­hug­ana.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert