Hrotur og aðrar svefntruflanir sem að hamla eðlilegu súrefnisflæði um líkama mannsins geta aukið líkur krabbameinsæxlum segir í niðurstöðum nýrrar rannsóknar bandarískra vísindamanna.
Við lágt súrefnismagn í blóði geta skapast kjöraðstæður fyrir vöxt æða sem flytja krabbameinsfrumum næringu og stuðla því að frekari vexti þeirra segir á vef The Telegraph.
Litið var til tíðni krabbameins hjá yfir 1.500 einstaklingum sem undanfarin 22 ár hafa tekið þátt í rannsókn á svefnvandamálum á borð við hrotur, kæfisvefn o.s.frv. Sýndu niðurstöðurnar fram á að þeir sem áttu við veruleg slík vandamál að etja eru 4,8 sinnum líklegri til að greinast með krabbamein aðrir.
Til að fyrirbyggja skekkjur var gert ráð fyrir mismunandi líkamsástandi þátttakenda, hvort þeir væru of þungir eða ekki, aldri, kyni og hvort um væri að ræða reykingamenn. Niðurstaðan varð eftir sem áður sú sama, fylgni er á milli slæmra svefntruflana og tíðni krabbameins - óháð því hvort einstaklingur var í yfirþyngd eða ekki.
Að sögn aðstandenda rannsóknarinnar er hún sú fyrsta sem að sýnir fram á tengsl svefntruflandi sjúkdóma og krabbameins með óyggjandi hætti og gefa niðurstöðurnar án vafa tilefni til frekari athugana.