Þverganga ástarstjörnunnar verður falin flestum

Fyrirganga Venusar fyrir sólu.
Fyrirganga Venusar fyrir sólu. Af vefnum: www.stjornufraedi.is

Einn sjaldgæfasti viðburðurinn í sólkerfi okkar, þverganga reikistjörnunar Venusar fyrir sólina, hefst klukkan 22.04 í kvöld og eru Íslendingar í sérstaklega góðri stöðu til að bera viðburðinn augum.

Hins vegar er ólíklegt að þvergangan komi til með að sjást vel á öllu landinu sökum mikilla breytinga í veðri.

„Það er spáð skýjuðu veðri en það er kannski helst á suðvesturhorninu sem gæti sést þokkalega til himins. Þar eru bestar líkur,“ segir veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Líkurnar á því að sjá þvergönguna eru taldar vera minnstar á Austurlandi en þar er spáð úrkomu. Einnig má búast við skýjuðu veðri norðantil.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert