Einstein hafði rétt fyrir sér

AP

Vís­inda­menn, sem til­kynntu í sept­em­ber sl. að fiseind­ir gætu e.t.v. ferðast hraðar en ljósið, viður­kenndu í gær að sú niðurstaða væri röng.

Niðurstaðan vakti mikla at­hygli á sín­um tíma vegna þess að ef hún væri rétt myndi hún koll­varpa af­stæðis­kenn­ingu Al­berts Ein­steins. Sam­kvæmt henni get­ur eng­inn hlut­ur farið hraðar en ljósið.

Vís­inda­menn gerðu fleiri til­raun­ir og segj­ast nú vera full­viss­ir um að niðurstaðan sé röng – og af­stæðis­kenn­ing Ein­steins rétt. Þeir kenndu ófull­komn­um tækj­um um.

Til­raun­in fór fram í 732 km langri braut milli CERN, Evr­ópsku rann­sóknamiðstöðvar­inn­ar í ör­einda­fræði í Genf og rann­sókna­stöðvar á Ítal­íu. „Þótt lok­aniðurstaðan sé ekki eins spenn­andi og sum­ir vildu er þetta það sem við bjugg­umst öll við innst inni,“ sagði Sergio Bertolucci, sem stjórnaði rann­sókn­inni.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert