Bannar sölu á Samsung-spjaldtölvu

Samsung Galaxy Tab 10.1.
Samsung Galaxy Tab 10.1. Reuters

Bandarískur dómstóll hefur bannað sölu á Samsung Galaxy 10.1-spjaldtölvum í Bandaríkjunum tímabundið, eða þangað til dómstóllinn kemst að niðurstöðu í deilu Samsung og Apple um einkaleyfi.

Apple heldur því fram að Samsung hafi hermt eftir iPad við hönnun á Galaxy-spjaldtölvunni og þar með gerst brotlegt gagnvart einkaleyfum Apple, að því er fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins.

Sérfræðingar segja að spjaldtölva Samsung sé helsti keppinautur iPad-spjaldtölvu Apple.

Bannið á hins vegar ekki við Galaxy Tab 10.1 II, sem er nýjasta útgáfa spjaldtölvu Samsung.

Búist er við að aðalmeðferð málsins hefjist í Kaliforníu 30. júlí nk.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert