Vísbendingar um tilvist Guðseindarinnar

Vísindamenn vonast til þess að geta sannreynt kenningu breska eðlisfræðingsins …
Vísindamenn vonast til þess að geta sannreynt kenningu breska eðlisfræðingsins Peter Higgs (sem sést hér á mynd) um tilvist svonefndrar Higgs-bóseindar.

Banda­rísk­ir eðlis­fræðing­ar segj­ast hafa fundið sterk­ar vís­bend­ing­ar um til­vist svo­nefndr­ar Higgs-bóseind­ar, sem gefi ör­eind­un­um massa. En hún er einnig kölluð Guðseind­in. Banda­ríkja­menn­irn­ir segja aft­ur á móti að þörf sé á upp­lýs­ing­um frá starfs­bræðrum sín­um frá Evr­ópu til að geta staðfest að Guðseind­in hafi mögu­lega fund­ist.

Tak­ist eðlis­fræðing­um að sanna til­vist Higgs-bóseind­ar­inn­ar þá yrði það á meðal mik­il­væg­ustu fram­fara á sviði vís­inda sl. 100 ára. Bóseind­in er sögð vera týndi hlekk­ur­inn í fræðilegri eðlis­fræði.

Talsmaður vís­inda­mann­anna við Fermilab-rann­sókn­ar­miðstöðina í Ill­in­o­is seg­ir að niður­stöður þeirra bendi sterk­lega í þá átt að Guðseind­in sé til. Hins veg­ar sé þörf á frek­ari rann­sókn­um í ör­einda­hraðli CERN-stofn­un­ar­inn­ar í Sviss.

Niðurstaða banda­rísku vís­inda­mann­anna bygg­ir á rann­sókn­um sem hafa verið gerðar í Tevatron-ör­einda­hraðal­in­um við Fermilab-rann­sókn­ar­miðstöðina. Hann var gang­sett­ur árið 1985 og var tek­inn úr notk­un í fyrra.

„Tevetron hlýt­ur að hafa búið til þúsund­ir Higgs-bóseinda, þ.e. ef þær eru til í raun og veru, og það er okk­ar verk­efni að reyna finna þær í þeim gögn­um sem við höf­um safnað samn,“ seg­ir Luciano Ristori, eðlis­fræðing­ur hjá Fermilab og Istituto Nazi­onale di Fisica Nuc­leare á Ítal­íu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert