Vísbendingar um tilvist Guðseindarinnar

Vísindamenn vonast til þess að geta sannreynt kenningu breska eðlisfræðingsins …
Vísindamenn vonast til þess að geta sannreynt kenningu breska eðlisfræðingsins Peter Higgs (sem sést hér á mynd) um tilvist svonefndrar Higgs-bóseindar.

Bandarískir eðlisfræðingar segjast hafa fundið sterkar vísbendingar um tilvist svonefndrar Higgs-bóseindar, sem gefi öreindunum massa. En hún er einnig kölluð Guðseindin. Bandaríkjamennirnir segja aftur á móti að þörf sé á upplýsingum frá starfsbræðrum sínum frá Evrópu til að geta staðfest að Guðseindin hafi mögulega fundist.

Takist eðlisfræðingum að sanna tilvist Higgs-bóseindarinnar þá yrði það á meðal mikilvægustu framfara á sviði vísinda sl. 100 ára. Bóseindin er sögð vera týndi hlekkurinn í fræðilegri eðlisfræði.

Talsmaður vísindamannanna við Fermilab-rannsóknarmiðstöðina í Illinois segir að niðurstöður þeirra bendi sterklega í þá átt að Guðseindin sé til. Hins vegar sé þörf á frekari rannsóknum í öreindahraðli CERN-stofnunarinnar í Sviss.

Niðurstaða bandarísku vísindamannanna byggir á rannsóknum sem hafa verið gerðar í Tevatron-öreindahraðalinum við Fermilab-rannsóknarmiðstöðina. Hann var gangsettur árið 1985 og var tekinn úr notkun í fyrra.

„Tevetron hlýtur að hafa búið til þúsundir Higgs-bóseinda, þ.e. ef þær eru til í raun og veru, og það er okkar verkefni að reyna finna þær í þeim gögnum sem við höfum safnað samn,“ segir Luciano Ristori, eðlisfræðingur hjá Fermilab og Istituto Nazionale di Fisica Nucleare á Ítalíu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert