Nýtt tungl fannst við Plútó

Hubble sjónaukinn.
Hubble sjónaukinn. NASA TV

Vísindamenn hafa fundið nýtt tungl á sporbaugi Plútó. Hið nýfundna tungl er því fimmta tungl Plútós en það mun vera óreglulegt og gengur á stórum sporbaugi hringinn í kringum dvergplánetuna.

Tunglið, sem hefur til að byrja með fengið nafnið S/2012, er 10 til 24 kílómetrar í þvermál. Það voru vísindamenn hjá NASA sem fundu tunglið með hjálp Hubble sjónaukans. 

Þetta er annað árið í röð sem vísindamenn finna nýtt tungl við Plútó en í fyrra fannst fjórða tunglið.

Stærsta tungl Plútó nefnist Karon. Hin tunglin sem hafa nöfn eru Nix og Hydra.

Plútó taldist áður vera reikistjarna í okkar sólkerfi en í ágúst 2006 var ákveðið að líta frekar á Plútó sem dvergplánetu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert