Örsmá kónguló sem uppgötvaðist nýlega í Ástralíu hefur nú hlotið nafn, og var tegundin nefnd í höfuðið á breska sjónvarpsmanninum og náttúrufræðingnum sir David Attenborough og er latneska fræðiheitið Prethopalpus attenboroughi.
Að sögn BBC er Attenborough-kóngulóin aðeins rúmur millimetri á lengd og virðist einangruð við eyjuna Horn norðan af Queensland í Ástralíu. Vísindamennirnir sem rannsökuðu kóngulóna sögðust velja þessa nafngift vegna ástríðu Attenborough fyrir náttúrunni og hæfileika hans til að gera náttúrufræði aðgengilega fyrir mörgum kynslóðum sjónvarpsáhorfenda í rúma sex áratugi.
380 milljón ára Attenborough-steingervingur
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Attenborough er heiðraður í náttúruvísindasamfélaginu, því fyrir nokkru var steingervingur fisks sem talinn er hafa lifað fyrir 380 milljónum ára nefndur Materpiscis attenboroughi.
Sjálfur er Attenborough hæstánægður með að kóngulóin beri hans nafn. „Að fá tegund nefnda eftir sér er æðsti heiður sem hægt er að hugsa sér af vísindasamfélaginu og ég þakka ykkur innilega fyrir þetta,“ sagði hann í þakkarræðu í Perth í Ástralíu