Börnin burt af Facebook

„Þú getur sært einhvern“ segir í einni auglýsingunni.
„Þú getur sært einhvern“ segir í einni auglýsingunni.

Indverskar auglýsingar sem vara fólk við að „líka“ við hvað sem er á Facbeook, eru að mati sumra tæknibloggara ósmekklegar.

Í auglýsingunum er fólk hvatt til að hugsa sig um áður en það smellir á „like“-hnappinn við ummæli, myndir o.fl. á samfélagssíðunni Facebook.

„Þú getur sært einhvern“ segir í einni auglýsingunni og í annarri: „Þú getur lent í hættu“.

Bloggarar segja vissulega allt í lagi að vara við einelti á Facebook eins og annars staðar en finnst auglýsingarnar ganga úr hófi fram.

Auglýsingarnar eru allt annars eðlis en önnur herferð sem fór milli notenda Facebook fyrr í mánuðinum en þá tóku margir upp á því að nota viðbót sem miðar að því að breyta barnamyndum vina sinna á Facebook í beikon, ketti eða eitthvað annað. Aðgerðin kallast „unbaby me“. Um er að ræða „viðbót við vafrann þinn sem eyðir barnamyndum úr fréttayfirliti þínu á Facebook fyrir fullt og allt“, líkt og segir í lýsingunni. Kannanir hafa sýnt að endalausar barnamyndir fara einna mest í taugarnar á fólki á Facebook.

Hér er hægt að sjá Facebook-auglýsingarnar og hér er hægt að skoða hvernig unbaby me virkar.

Hér sést hvernig unbaby me virkar.
Hér sést hvernig unbaby me virkar.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert