Börnin burt af Facebook

„Þú getur sært einhvern“ segir í einni auglýsingunni.
„Þú getur sært einhvern“ segir í einni auglýsingunni.

Ind­versk­ar aug­lýs­ing­ar sem vara fólk við að „líka“ við hvað sem er á Fac­beook, eru að mati sumra tækni­blogg­ara ósmekk­leg­ar.

Í aug­lýs­ing­un­um er fólk hvatt til að hugsa sig um áður en það smell­ir á „like“-hnapp­inn við um­mæli, mynd­ir o.fl. á sam­fé­lags­síðunni Face­book.

„Þú get­ur sært ein­hvern“ seg­ir í einni aug­lýs­ing­unni og í ann­arri: „Þú get­ur lent í hættu“.

Blogg­ar­ar segja vissu­lega allt í lagi að vara við einelti á Face­book eins og ann­ars staðar en finnst aug­lýs­ing­arn­ar ganga úr hófi fram.

Aug­lýs­ing­arn­ar eru allt ann­ars eðlis en önn­ur her­ferð sem fór milli not­enda Face­book fyrr í mánuðinum en þá tóku marg­ir upp á því að nota viðbót sem miðar að því að breyta barna­mynd­um vina sinna á Face­book í bei­kon, ketti eða eitt­hvað annað. Aðgerðin kall­ast „un­ba­by me“. Um er að ræða „viðbót við vafrann þinn sem eyðir barna­mynd­um úr frétta­yf­ir­liti þínu á Face­book fyr­ir fullt og allt“, líkt og seg­ir í lýs­ing­unni. Kann­an­ir hafa sýnt að enda­laus­ar barna­mynd­ir fara einna mest í taug­arn­ar á fólki á Face­book.

Hér er hægt að sjá Face­book-aug­lýs­ing­arn­ar og hér er hægt að skoða hvernig un­ba­by me virk­ar.

Hér sést hvernig unbaby me virkar.
Hér sést hvernig un­ba­by me virk­ar.
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert