Kannabis hættulegt fyrir ungt fólk

Kannabis
Kannabis Reuters

Ný rann­sókn bend­ir til að kanna­bis­reyk­ing­ar séu hættu­legri fyr­ir fólk und­ir 18 ára aldri en fólk sem er komið yfir þann ald­ur. Þetta er fyrsta rann­sókn­in sem bend­ir til að neysla kanna­bis sé hættu­legri fyr­ir ungt fólk en þá sem eldri eru.

Rann­sókn­in bend­ir til að kanna­bis­reyk­ing­ar hafi nei­kvæðari áhrif á greind, at­hygli og minni ef reyk­ingamaður­inn er yngri en 18 ára en á þá sem eru eldri. Rann­sókn­in bygg­ist á könn­un sem nær til fjög­urra ára­tuga, að því er seg­ir í frétt í breska blaðinu Guar­di­an.

Fylgst var með þúsund manna hópi frá fæðingu til 38 ára ald­urs. Um 5% hóps­ins notuðu kanna­bis a.m.k. einu sinni í viku frá unglings­ár­um. Á aldr­in­um 13-38 ára fór hóp­ur­inn í lækn­is­skoðun þar sem þátt­tak­end­ur fóru m.a. í greind­ar­próf. Greind­ar­vísi­tala þeirra sem höfðu neytt kanna­biss frá unglings­ár­um hafði lækkað um átta stig að meðaltali.

Greind­ar­vísi­tala þeirra sem hættu kanna­bis­reyk­ing­um breytt­ist ekki eft­ir að þeir hættu neysl­unni, sem bend­ir til þess að skaðinn sé var­an­leg­ur. Rann­sókn­in benti hins veg­ar til að ald­ur­inn skipti veru­legu máli. Greind­ar­vísi­tala þeirra sem hófu kanna­bis­reyk­ing­ar eft­ir 18 ára lækkaði ekki með sama hætti og þeirra sem byrjuðu á unglings­ár­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert