Aldrei mælst eins lítið af hafís

Hringanóri í hafís.
Hringanóri í hafís.

Haf­ís hef­ur ekki áður mælst jafn lít­ill og í ár. Allt bend­ir til að nýtt met verði sett í ár. Að mati Veður­stofu Íslands er lík­legt að haf­ís sé nú minni en hann hef­ur verið öld­um sam­an.

Haf­ís á norður­hveli er mest­ur síðla vetr­ar og þekur þá 14 - 15 millj­ón­ir fer­kíló­metra. Á sumr­in dregst haf­ís­breiðan veru­lega sam­an og fer niður í 5 - 6 millj­ón­ir fer­kíló­metra. Und­an­farna ára­tugi hef­ur flat­ar­mál breiðunn­ar minnkað í takt við hlýn­un norður­heim­skauts­svæðis­ins. Sam­drátt­ur­inn er meiri að sum­ar­lagi en að vetri til og lang­minnst varð út­breiðslan sum­arið 2007 þegar haf­ís­breiðan varð rúm­lega 4 millj­ón­ir fer­kíló­metr­ar.

Þótt næstu ár hafi út­breiðslan að sum­ar­lagi verið langt und­ir meðallagi varð hún aldrei jafn­lít­il og árið 2007. Útbreiðsla haf­íss­ins seg­ir held­ur ekki alla sög­una um ís­magnið á norður­heim­skauts­svæðinu því að ís­inn er þynnri en áður og því er heild­ar­rúm­mál íss­ins minna. Vís­inda­menn hafa haft áhyggj­ur af því að þynnri ís ráði verr við af­taka­hvassviðri, óvenju­hlýja sum­ar­daga eða önn­ur veður­fyr­ir­bæri sem geta dregið úr út­breiðslunni.

Rann­sókn­ir sýna að haf­ís­inn náð það sem af er sumri að minnka niður að lág­mark­inu frá því árið 2007 og ekk­ert lát virðist á bráðnun­inni. Í venju­legu ár­ferði gæti haf­ísþekj­an haldið áfram að drag­ast sam­an næstu 2 – 3 vik­ur og því ljóst að á ár­inu 2012 verður til nýtt met.

Frétt á heimasíðu Veður­stof­unn­ar

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka