Skjóta máva sem éta hvali

Mávur gæðir sér á hvalspiki.
Mávur gæðir sér á hvalspiki. Daniel Feldman/AP

Arg­entínu­menn hafa hrundið af stað 100 daga her­ferð sem m.a. miðar að því að skjóta máva sem herja á hvali. Um­hverf­issinn­ar eru ekki sér­lega hrifn­ir af her­ferðinni, en þeir segja að hið raun­veru­lega vanda­mál sé að máv­um hafi fjölgað vegna mik­ils úr­gangs sem mann­fólkið sendi frá sér.

Arg­entínu­menn eru mikl­ir stuðnings­menn friðunar hvala. Fyr­ir nokkr­um ára­tug­um urðu menn var­ir við að máv­ar voru farn­ir að setj­ast á hvali sem syntu í sjón­um, í þeim til­gangi að éta úr sár­um sem mynd­ast á skinni hval­anna. Nú er þetta orðin mjög al­geng hegðun hjá máv­um. Þetta veld­ur því að sár­in, sem kannski voru mjög lít­il, stækka. Greini­legt er að þetta veld­ur hvöl­un­um óþæg­ind­um og segja vís­inda­menn að til merk­is um það slái hval­irn­ir sporðinum til og frá og þeir hafi lært að stinga bara höfðinu upp til að anda í stað þess að all­ur bak­hlut­inn sjá­ist.

Nú vilja Arg­entínu­menn taka á þessu vanda­máli með því að hefja um­fangs­mikla fækk­un á máv­um. Um­hverf­issinn­ar styðja ekki þessa aðgerðir. Þeir segja að nær væri að taka á or­sök vand­ans, sem sé slæm um­gengi manna í nátt­úr­unni. Ef maður­inn myndi ekki losa sig við svona mikið af úr­gangi út í nátt­úr­una myndi máv­um sjálf­krafa fækka.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert