Kyssast í gegnum netið

00:00
00:00

Upp­finn­inga­menn í Singa­púr hafa fram­leitt tæki sem ger­ir pör­um kleift að kyss­ast í gegn­um netið. Tækið hef­ur fengið nafnið „Kis­senger“.

Pör sem prufað hafa tækið viður­kenna að til­finn­ing­in að kyss­ast með aðstoð Kis­sengers sé ekki al­veg sú sama og þegar fólk kyss­ist með hefðbundn­um hætti. Maður finn­ur samt greini­lega fyr­ir mjúk­um vör­um þess sem maður er að kyssa.

Fram­leiðandi Kis­sengers seg­ir að tækið hafi fengið betri viðtök­ur í Asíu en á Vest­ur­lönd­um.

En það er fleira sem tækni­menn í Singa­púr eru að fram­leiða þessa dag­ana. Þar má nefna rúm sem læt­ur vita ef sá sem ligg­ur í því and­ar ekki. Einnig hafa þeir búið til tölvu­leik sem hægt er að stjórna með huga­orku. Þessi leik­ur er sagður góður fyr­ir þá sem þjást af of­virkni.

Einnig hef­ur í Singa­púr verið búið til for­rit sem finn­ur mat­ar­upp­skrift­ir út frá því sem til er í ís­skápn­um.

Síðast en ekki síst má nefna tækni sem ger­ir lag­lausu fólki kleift að syngja. Ekki er ólík­legt að þessi tækni eigi eft­ir að slá í gegn.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert