App fyrir apa

Api með iPad í dýragarðinum í Toronto.
Api með iPad í dýragarðinum í Toronto.

Menn eru ekki eina dýra­teg­und­in sem er hrif­in af græj­um. Dýra­hirðar í Kan­ada og Banda­ríkj­un­um leyfa nú öpum að spreyta sig í spjald­tölv­um. Og ár­ang­ur­inn kem­ur á óvart.

Verk­efnið sem nær til 12 dýrag­arða í lönd­un­um tveim­ur heit­ir „app fyr­ir apa“ og hafa órang­út­ar fyrst­ir apa fengið að prófa sig áfram á spjald­tölv­un­um.

„Við höf­um kom­ist að því að líkt með menn finnst öp­un­um gam­an að snerta skjál­inn, horfa á mynd­bönd með Dav­id Atten­borough til dæm­is og að skoða önn­ur dýr og aðra órang­úta,“  seg­ir Rich­ard Zimmerm­an, stofn­andi verk­efn­is­ins.

Tvisvar sinn­um í viku fá ap­arn­ir aðgang að spjald­tölv­un­um. Þeir eyða 15-30 mín­út­um í einu í að skoða margskon­ar öpp, allt eft­ir því hversu lengi þeir halda at­hygl­inni.

Ap­arn­ir hafa mest­an áhuga á öpp­um fyr­ir börn sem m.a. kenna teikn­ingu, tónlist og að leggja hluti á minnið.

„Þetta er eins og að sýna börn­um bæk­ur með flettiflip­um,“ seg­ir Zimmerm­an.

Órang­út­ar eru tald­ir hafa greind á við ungt barn.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert