Frítt net á skandinavískum flugvöllum

Frá Kastrup flugvelli í Kaupmannahöfn.
Frá Kastrup flugvelli í Kaupmannahöfn. mbl.is

Nú þurfa flugfarþegar ekki lengur að borga fyrir netaðgang á flugvöllum í Finnlandi og Svíþjóð. Þar með er þessi þjónusta ókeypis alls staðar á Norðurlöndunum, nema hér á landi. Þetta kemur fram á vefnum Túristi.is.

Það kostar töluvert að setja snallsíma og tölvur í samband við net í útlöndum. Það munar því um það að þjónustan sé veitt án endurgjalds, líkt og hjá frændþjóðunum. Fram kemur á Túristi.is að Danir og Norðmenn gáfu gjaldið eftir á síðasta ári en nýverið bættust Svíar og Finnar við. Það eru því aðeins flugfarþegar hér á landi sem þurfa að borga fyrir netaðgang. Nemur gjaldið 490 krónum á klukkustund Keflavíkurflugvelli.

Ekkert app fyrir Leifsstöð

Að sögn Túrista.is eru snjallsímaforrit flugstöðva líka orðin sjálfsagður hlutur víða í Evrópu. Með þeim geta farþegar m.a. nálgast upplýsingar um breytingar á ferðaáætlunum og fengið aðstoð við að rata um flugstöðvar. Forsvarsmenn Kaupmannahafnarflugvallar hafa nýtt sér þessa tækni um árabil með góðum árangri og kollegar þeirra í Skandinavíu og Finnlandi hafa einnig tekið tækninni fagnandi.

Ekkert snjallsímaforrit hefur hins vegar litið dagsins ljós frá Keflavíkurflugvelli en samkvæmt upplýsingum þaðan mun málið vera til skoðunar og einnig gjaldið vegna netaðgangs.

Ókeypis er að fara á netið í snjallsímanum á stærstu …
Ókeypis er að fara á netið í snjallsímanum á stærstu millilandaflugvöllum allra Norðurlanda, nema á Íslandi. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert