iPhone 5 æðið breiðist út

00:00
00:00

Fyrstu iP­ho­ne 5 sím­arn­ir eru komn­ir í hend­ur nýrra eig­enda í Ástr­al­íu og í nokkr­um ríkj­um Asíu. Í Banda­ríkj­un­um bíða kaup­end­ur í of­væni og í New York er kom­in löng röð fyr­ir utan versl­an­ir Apple í borg­inni. Hver kaup­andi má kaupa tvo síma og er mik­il eft­ir­vænt­ing meðal þeirra sem bíða í röðinni. Eitt­hvað hef­ur borið á því í Asíu að þeir sem bíða í röðinni eru ekki endi­lega að bíða sjálf­ir eft­ir nýj­um síma held­ur fá þeir borgað fyr­ir að standa í röðinni gegn því að vera í stutterma­bol­um eða öðrum flík­um með aug­lýs­ingu á frá viðkom­andi fyr­ir­tæki, sam­kvæmt frétt AFP.

En það voru ekki all­ir sem keyptu nýja iP­ho­ne sím­ann hjá Apple því í Hong Kong blómstruðu viðskipti með slíka síma á svarta markaðnum á göt­um úti.

Apple kynnti iP­ho­ne 5 þann 12. sept­em­ber og frá því byrjað var að taka niður pant­an­ir á nýj­um síma hef­ur starfs­fólk fyr­ir­tæk­is­ins ekki haft und­an enda hafa nokkr­ar millj­ón­ir síma þegar verið pantaðar. 

Þetta þýðir að þeir sem hafa þegar pantað iP­ho­ne 5 síma þurfa að bíða í þrjár til fjór­ar vik­ur eft­ir sím­an­um en þann 28. sept­em­ber mun Apple setja sím­ann á markað í 22 lönd­um. Fyr­ir árs­lok er gert ráð fyr­ir því að hann verði seld­ur í um 100 lönd­um.

Bjarni Ákason, fram­kvæmda­stjóri Epl­is, seg­ir að sím­inn komi hingað til lands í byrj­un októ­ber. Hann sagði fyrr í vik­unni í sam­tali við mbl.is að mik­il eft­ir­vænt­ing væri hér á landi eft­ir nýja sím­an­um en nokk­ur hundruð manns hafa þegar lagt inn pönt­un hjá Epli.

End­an­legt verð er enn ekki komið á iP­ho­ne 5 í versl­un Epl­is en Bjarni tel­ur að sím­inn muni kosta á bil­inu 130.000-150.000 krón­ur.

Hörður Ágústs­son, fram­kvæmda­stjóri Mac­lands, tek­ur und­ir um­mæli Bjarna og seg­ist finna fyr­ir mik­illi eft­ir­vænt­ingu hér á landi.

„Ég held að það sé miklu meiri eft­ir­spurn en umræðan hef­ur gefið til kynna,“ seg­ir Hörður en ýms­ir tækni­blogg­ar­ar hafa lýst yfir ákveðnum von­brigðum með kynn­ingu Apple á þess­ari nýj­ustu út­gáfu eins vin­sæl­asta snjallsíma heims.

Spurður hvað sím­inn muni koma til með að kosta hjá Maclandi seg­ir Hörður mjög erfitt að gefa upp verð að svo stöddu en tel­ur að hann gæti kostað ein­hverstaðar á bil­inu 169.990-209.990 krón­ur.

„Og er það bara ná­kvæm­lega sama verð og í fyrra þegar hann kom fyrst,“ seg­ir Hörður og bæt­ir við að hann eigi ekki von á neinni verðlækk­un fyrr en eft­ir ára­mót.

Ant­hony Shahir, 19 ára gam­all  Ítali, var fyrst­ur til þess að fá af­hent­an iP­ho­ne 5 síma í Par­ís í morg­un en hann hafði beðið fyr­ir utan versl­un Apple, skammt frá Óper­unni, frá því á miðviku­dags­morg­un. Hann var glaður í bragði er hann ræddi við frétta­mann AFP í morg­un og sagði það ákveðinn létti að lest­ar­ferðin frá Róm hefði ekki verið til einskis. Hann varð fyrsti Ítal­inn til þess að kaupa iP­ho­ne 4 árið 2010.

Beðið eftir iPhone 5 fyrir utan verslun Apple í SoHo-hverfinu …
Beðið eft­ir iP­ho­ne 5 fyr­ir utan versl­un Apple í SoHo-hverf­inu í New York í gær­kvöldi Morg­un­blaðið/​Ein­ar Falur
iPhone 5 s
iP­ho­ne 5 s AFP
AFP
Svarta markaðsbrask með nýja símann
Svarta markaðsbrask með nýja sím­ann AFP
AFP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka