Geltir menn lifa umtalsvert lengur en menn með fullar eðlishvatir, samkvæmt nýjum rannsóknum sem benda til þess, að kynhormón karla stytti líf þeirra.
Grein um rannsóknirnar birtist í dag í tímaritinu Current Biology en rannsóknin þykir gefa vísbendingar um hvernig lengja megi líf karla. Þó er sú hætta talin samfara því að láta skera á sáðrásir, að kyngeta dvíni og líkamskraftar einnig.
Rannsóknir þessar fóru fram við háskóla í Suður-Kóreu. Meðal annars var við þær kafað í ættfræðiupplýsingar um hirðmenn á tímum Chosun-keisaradæmisins á árunum 1392 til 1910. Þar kom fram, að vanaðir menn við hirðina lifðu að staðaldri 14-19 árum lengur en aðrir karlar.