Uppgötvuðu plánetu með fjórum sólum

Mynd sem sýnir plánetinu PH1 og sólirnar fjórar.
Mynd sem sýnir plánetinu PH1 og sólirnar fjórar.

Stjörnu­fræðing­ar hafa upp­götvað plán­etu sem hef­ur fjór­ar sól­ir. Er þetta í fyrsta sinn sem kerfi sem þetta finnst í geimn­um.

At­hug­un hef­ur leitt í ljós að plán­et­an er á spor­baug um svo­kallað tvístirni og að aðrar tvær stjörn­ur eru svo á spor­baug um tvístirnið.

Það voru áhuga­menn sem fundu þetta óvenju­lega kerfi með aðstoð vefsíðunn­ar Pla­net­hun­ters.org og teym­um vís­inda­manna frá Bretlandi og Banda­ríkj­un­um. Frek­ari rann­sókn­ir voru svo fram­kvæmd­ar á Keck-rann­sókn­ar­stof­unni.

Í frétt BBC um málið seg­ir að plán­et­an sé í um 5.000 ljós­ára fjar­lægð frá jörðu. Hún er kölluð PH1 eft­ir síðunni sem var notuð til að finna hana, Pla­net Hun­ters.

Plán­et­an er gasrisi og nokkuð stærri en Neptún­us og átta sinn­um stærri en jörðin.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert