Uppgötvuðu plánetu með fjórum sólum

Mynd sem sýnir plánetinu PH1 og sólirnar fjórar.
Mynd sem sýnir plánetinu PH1 og sólirnar fjórar.

Stjörnufræðingar hafa uppgötvað plánetu sem hefur fjórar sólir. Er þetta í fyrsta sinn sem kerfi sem þetta finnst í geimnum.

Athugun hefur leitt í ljós að plánetan er á sporbaug um svokallað tvístirni og að aðrar tvær stjörnur eru svo á sporbaug um tvístirnið.

Það voru áhugamenn sem fundu þetta óvenjulega kerfi með aðstoð vefsíðunnar Planethunters.org og teymum vísindamanna frá Bretlandi og Bandaríkjunum. Frekari rannsóknir voru svo framkvæmdar á Keck-rannsóknarstofunni.

Í frétt BBC um málið segir að plánetan sé í um 5.000 ljósára fjarlægð frá jörðu. Hún er kölluð PH1 eftir síðunni sem var notuð til að finna hana, Planet Hunters.

Plánetan er gasrisi og nokkuð stærri en Neptúnus og átta sinnum stærri en jörðin.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka