Bananar taka við af kartöflum

Afganskur bóndi fer með bananana sína á markaðinn.
Afganskur bóndi fer með bananana sína á markaðinn. AFP

Vegna veðurfarsbreytinga gætu bananar orðið mikilvægasta fæða milljóna manna í framtíðinni, að því er fram kemur í nýrri rannsókn.

Vísindamenn telja að bananar muni leysa kartöflur af hólmi sem undirstöðufæða í þróunarlöndum með tíð og tíma.

Kassavarót og hin lítt þekkta kúabaunaplanta gætu átt eftir að gegna veigameira hlutverki í landbúnaði í framtíðinni með hækkandi hitastigi, segir um rannsóknina í frétt BBC.

Fólk verður að taka upp nýjar matarvenjur er hefðbundin fæða verður af skornum skammti í kjölfar veðurfarsbreytinga, segja höfundar rannsóknarinnar.

Hópur sérfræðinga tók að sér að skoða breytingar á uppskeru vegna veðurfarsbreytinga fyrir hönd fæðuöryggisnefndar Sameinuðu þjóðanna. Áhrifin voru könnuð á 22 mikilvægar landbúnaðarafurðir.

Niðurstaðan er m.a. sú að þrjár korntegundir, sem nú eru mikilvægustu fæðutegundir heimsbyggðarinnar, þ.e. maís, hrísgrjón og hveiti, muni undan láta á næstu árum í þróunarlöndum. Þá telja vísindamennirnir að kartaflan, sem vex t.d. vel í kaldara loftslagi, muni einnig láta í minni pokann fyrir öðrum tegundum. Þetta gæti gert banana einstaklega vinsæla, jafnvel í mikilli hæð yfir sjó og á þeim svæðum þar sem kartöflur eru núna ræktaðar í stórum stíl.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert