Sagnfræðingur hefur komist að þeirri niðurstöðu að Bretar hafi, á einhverju tímaskeiði sögunnar, ráðist inn í 90% af öllum löndum heims. Engin þjóð í heiminum hafi gert innrás í jafnmörg ríki og Bretar.
Stuart Laycock skrifaði bókina „All the Countries We've Ever Invaded: And the Few We Never Got Round To“. Rannsóknin náði til yfir 200 landa. Niðurstaða Laycock er sú að aðeins 22 lönd hafi sloppið við innrás Breta.
Því hefur oft verið haldið fram að þegar breska heimsveldið var stærst hafi það náð til um fjórðungs alls heimsins. Laycock segir hins vegar að áhrif Breta hafi verið víðtækir en þetta. Sum lönd sem Bretar hafi ráðist inn í hafi aldrei formlega verið innlimuð inn í heimsveldið. Þetta eigi við lönd sem sjóræningjar og vopnaðir landkönnuðir réðust inn í með vitund eða stuðningi breskra yfirvalda.
Aðeins sex ríki í Evrópu sluppu við innrás Breta, en það eru Luxembourg, Lichtenstein, Svíþjóð, Monakó, Andorra, Hvíta Rússland og Vatikanið.
Laycock bendir á Bretar hafi ítrekað farið með hernað á sumar spænskar nýlendur eins og Kosta Ríka, Ekvador og El Salvador. Þessar árásir hafi verið gerðar af breskum sjómönnum með stuðningi yfirvalda í Bretlandi.
Meðal landa sem Laycock segir að Bretar hafi ráðist inn í er Kúba árið 1741, Ísland árið 1940 og Víetnam.
Laycock segir að hann hafi fengið áhuga á þessu viðfangsefni eftir að 11 ára sonur hans hafi eitt sinn spurt hann hversu mörg lönd Bretland hafi ráðist inn í. Hann segist hafa orðið mjög undrandi á niðurstöðunum. Hann sagðist ekki hafa talið að löndin væru svona mörg.
Listi yfir lönd sem Bretar hafa ekki ráðist inn í.