Fleiri á spítala vegna sykursýki

Breytilegt er eftir löndum OECD hvernig til hefur tekist að ná árangri í meðferð gegn sykursýki. Ísland er meðal þeirra landa þar sem aukning hefur orðið í innlögnum á sjúkrahús vegna sykursýki síðustu tvö árin. Þetta kemur fram í úttekt OECD.

Karlmenn eru líklegri en konur til að leggjast inn á sjúkrahús vegna ónógrar meðhöndlunar á sykursýki. Þó er svipaður fjöldi karla og kvenna að glíma við sjúkdóminn.

8,7% karla og 8,3% kvenna í þeim 25 löndum sem könnun OECD náði til eru með sykursýki.

 Í frétt OECD kemur fram að þessi niðurstaða sýni að karlar fá ekki þá meðferð við sjúkdómnum sem þeir ættu að vera að sækja sér.

 Sykursýki er dæmi um sjúkdóm sem vel er hægt að halda í skefjum með góðri heilsugæslu. Þyngdartap og breytingar á mataræði geta breytt mjög miklu. En of margir sjúklingar OECD-landanna fá ekki meðferð nógu snemma.

 OECD skorar á stjórnvöld að einbeita sér að körlum og sykursýki.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert