Mánudagar verði kjötlausir

Íbúar í Los Angeles eru hvattir til að sleppa því að borða kjöt einn dag í viku. Borgarráð Los Angeles hefur samþykkt að mánudagar verði kallaðir „kjötlausir mánudagar“. Þar með er Los Angeles stærsta borg í heimi sem hvetur fólk til að draga úr kjötneyslu.

Íbúunum er auðvitað í sjálfvald sett hvort þeir fari eftir samþykktinni. Borgarráðsmaður segir að yfirlýsingin hafi verið samþykkt í ráðinu til þess að hvetja fólk til að borða fjölbreyttari fæðu, vernda dýr og umhverfið.

Borgarráðsmennirnir Jan Perry og Ed Reyes kynntu tillöguna upphaflega og í henni kemur fram að með því að draga úr kjötneyslu megi draga úr hættunni á ákveðnum heilsufarsvandamálum, s.s. offitu, sykursýki og sumar tegundir krabbameina.

Hreyfingin „kjötlausir mánudagar“ á rætur að rekja allt aftur til fyrri heimsstyrjaldarinnar. Hún var svo endurvakin árið 2003. 

Frétt LA Times um málið

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert