Stökkbreytt gen eykur líkur á Alzheimer

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar mbl.is/Golli

Stökkbreytt gen sem finnst í einum af hverjum 200 Íslendingum yfir 85 ára aldri þrefaldar líkurnar á því að viðkomandi fái Alzheimer sjúkdóminn. Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar sem er fjallað er um í New England Journal of Medicine.

Stökkbreytta genið sem er þekkt undir heitinu TREM2, er mun algengara í fólki með  Alzheimer en öðrum Íslendingum, samkvæmt grein Kára Stefánssonar og félaga hjá Íslenskri erfðagreiningu sem unnu rannsóknina.

Sjá nánar hér

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka