Hægt að meta lífslíkur með blóðprufu

Úr myndasafni.
Úr myndasafni. mbl.is/Ómar

Samkvæmt nýrri rannsókn kann að vera hægt að segja fyrir um lífslíkur fólks með því að taka einfalda blóðprufu úr því. Vísindamönnum sem unnið hafa að rannsókninni hefur tekist með góðum árangri að meta hraða öldrunar í villtum fuglum samkvæmt frétt Daily Telegraph í dag og er talið hugsanlegt að það sama gæti átt við í tilfelli mannfólks.

Fram kemur í fréttinni að prófunin sem rannsóknin byggist á geri vísindamönnum kleift að skoða líffræðilegan aldur einstaklinga og ennfremur segja nákvæmlega fyrir um lífshlaup þeirra að því gefnu að ekki komi til alvarlegir sjúkdómar.

Prófunin mælir meðallengd eininga í líkamanum sem nefnast „telomeres“ en vitað er að þær styttast í hvert sinn sem fruma skiptir sér á líftíma lífveru. Lengd þessara eininga gerir vísindamönnum kleift að meta með nákvæmari hætti en áður raunverulegan líffræðilegan aldur en fyrri aðferðir.

Þá segir í fréttinni að í það minnsta eitt fyrirtæki í Bretlandi bjóði fólki þegar upp á mat á því hversu hratt það eldist byggt á slíkri prófun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert