Stjörnuhrapið væntanlega þota

Fyrirbærið sem sást í gær.
Fyrirbærið sem sást í gær. mynd/Ekaterina Naryshkina

Fyrirbæri sem birtist á himni síðdegis í gær og var jafnvel talið loftsteinn hefur væntanlega verið þota á ferð.

Ekaterina Naryshkina, sem tók ljósmyndir af fyrirbæri sem birtist á himni síðdegis í gær, taldi í fyrstu að um þotu væri að ræða en þegar fyrirbærið fór niður grunaði hana að um loftstein væri að ræða.

Ekaterina tók myndirnar rétt fyrir kl. 16 í Reykjavík og notaði aðdráttarlinsu til að sjá fyrirbærið enn betur. „Ég sá í rauninni ekki þotu. Ég sá eins og eitt spor,“ segir hún og bætir við að sér hafi þótt þetta áhugavert.

Hún segir ennfremur að fyrirbærið hafi farið hratt niður. Allt í einu hafi hægt á því þar til það stöðvaðist og hékk í loftinu í nokkrar mínútur. Síðan hvarf það sjónum.

Að sögn Sverris Guðmundssonar hjá Stjörnuskoðunarfélagi Seltjarnarness er þetta væntanlega ekki loftsteinn heldur þota en hann er búinn að skoða myndirnar sem Ekaterina tók. Áhugaljósmyndari sem hafði samband við mbl.is efir að viðtalið við Ekaterinu birtist í gærkvöldi taldi að um Airbus A380-800-þotu frá flugfélaginu Emirates hefði verið að ræða en þotan flaug yfir Ísland á þeim tíma sem myndirnar voru teknar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka