Tveggja metra há mörgæs

Adele-mörgæsir á Royds-höfða á Suðurskautslandinu.
Adele-mörgæsir á Royds-höfða á Suðurskautslandinu. AFP

Arg­entínsk­ir vís­inda­men hafa fundið stein­gerv­ing tveggja metra hárr­ar mörgæs­ar sem lifði á Suður­skautsland­inu fyr­ir 34 millj­ón­um ára.

Forn­leifa­fræðing­ar við Nátt­úru­m­inja­safnið í La Plata-héraði, þar sem höfuðborg­in Bu­enos Aires er, segja að stein­gerv­ing­ur­inn hafi fund­ist í ís á Suður­skautsland­inu.

„Þetta er stærsta mörgæs sem vitað er um, bæði hvað varðar hæð og þyngd,“ seg­ir  Carol­ina Acosta. Hingað til hef­ur keis­ara­mörgæs­in verið tal­in sú stærsta en slík­ar gæs­ir verða 1,2 metr­ar á hæð.

Stjórn­andi rann­sókn­ar­inn­ar, Marcelo Regu­ero, seg­ir að fund­ur­inn kalli á frek­ari og flókn­ari rann­sókn­ir á þess­um forfeðrum nú­tíma mörgæsa.

Næsta sum­ar munu vís­inda­menn­irn­ir leita fleiri stein­gerv­inga hinn­ar ný­fundnu teg­und­ar.

Fyrri rann­sókn­ir á stein­gerðum mörgæs­um benda til að þær hafi ekki haft þær svörtu og hvítu fjaðrir sem ein­kenna mörgæs­ir í dag held­ur hafi þær verið rauðbrún­ar og grá­ar að lit.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert