Í næstu viku taka gildi lög í Bandaríkjunum sem banna það að sjónvarpsauglýsingar séu með hærra hljóði en annað efni sem sent er út.
Lögin eru kölluð CALM, eða Commercial Advertisement Loudness Mitigation. Dæmi eru um það að sjónvarpsauglýsingar séu mun hærri en þátturinn eða kvikmyndin sem þær eru birtar í. Bannið nær til allra sjónvarpsstöðva í Bandaríkjunum.
Lögin voru samþykkt fyrir ári en sjónvarpsstöðvarnar fengu eitt ár til að aðlagast þeim.