Lækka í auglýsingunum

Hljóð í sjónvarpsauglýsingum er oft hærra en í þáttum og …
Hljóð í sjónvarpsauglýsingum er oft hærra en í þáttum og kvikmyndum. AFP

Í næstu viku taka gildi lög í Banda­ríkj­un­um sem banna það að sjón­varps­aug­lýs­ing­ar séu með hærra hljóði en annað efni sem sent er út.

Lög­in eru kölluð CALM, eða Comm­ercial Advertisement Loudness Mitigati­on. Dæmi eru um það að sjón­varps­aug­lýs­ing­ar séu mun hærri en þátt­ur­inn eða kvik­mynd­in sem þær eru birt­ar í. Bannið nær til allra sjón­varps­stöðva í Banda­ríkj­un­um.

Lög­in voru samþykkt fyr­ir ári en sjón­varps­stöðvarn­ar fengu eitt ár til að aðlag­ast þeim.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert