Skýring fundin á rauðu nefi Rúdolfs

Nú hefur vísindaleg skýring verið fundin á rauðu trýni Rúdolfs.
Nú hefur vísindaleg skýring verið fundin á rauðu trýni Rúdolfs. AFP

Rautt nef hreindýrsins Rúdolfs á ekkert skylt við óhóflega púrtvínsneyslu, eins og sumir hafa viljað halda fram. Hreindýr nota trýnið til að koma jafnvægi á líkamshita sinn og því verður nef þeirra stundum fagurrautt. Þetta er niðurstaða rannsóknar norskra, sænskra og hollenskra vísindamanna sem tóku höndum saman og afhjúpuðu þennan leyndardóm.

Greint er frá niðurstöðum rannsóknarinnar í nýjasta hefti tímaritsins British Medical Journal.

Þar kemur fram að vegna þykks feldar síns geti hreindýr ekki svitnað og því gegni trýni þeirra því hlutverki að stilla líkamshitann. Þannig roðnar nefið, en þegar hreindýrin reyna á sig, til dæmis við að draga sleða jólasveinsins, flyst líkamshiti frá vöðvunum til trýnisins því að hitinn gufar upp við andardrátt dýranna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert