Uppgötvaði frosk og skírði hann í höfuðið á móður sinni

Flugfroskur Helenar, eða rhacophorus helenae.
Flugfroskur Helenar, eða rhacophorus helenae.

Ástralskur vísindamaður, sem uppgötvaði áður óþekkta tegund flugfrosks í borginni Ho Chi Minh í Víetnam, segir einstakt að dýrategundir uppgötvist í stórborgum. Froskurinn ber nú heitið Flugfroskur Helenar, eða rhacophorus helenae og er nefndur í höfuðið á móður vísindamannsins.

Jodi Rowley er froskdýrasérfræðingur við Ástralíusafnið í Sidney. Hún sá froskinn klifra í tré, en þar heldur þessi frosktegund gjarnan til og taldi hún í fyrstu að um væri að ræða aðra þekkta tegund. Við nánari athugun kom í ljós að svo var ekki, því þarna var á ferð áður óþekkt tegund flugfrosks.

Téður froskur er um tíu sentímetra langur og með hvítan kvið. Eftir að hann uppgötvaðist hafa aðrir slíkir fundist í skóglendi í Víetnam og nú er verið að rannsaka hvort hann sé í útrýmingarhættu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert