Tíu ár frá því að Íslendingabók fór á netið

Íslendingabók er ættfræðigrunnur Íslenskrar erfðagreiningar og Friðriks Skúlasonar og er …
Íslendingabók er ættfræðigrunnur Íslenskrar erfðagreiningar og Friðriks Skúlasonar og er opin öllum Íslendingum endurgjaldslaust. Þar geta notendur skoðað upplýsingar um sjálfa sig, nánustu ættingja aftur í þriðja lið og afkomendur þeirra og alla sem fæddir eru fyrir árið 1700.

Íslendingabók var gerð aðgengileg á netinu fyrir tíu árum, eða hinn 18. janúar árið 2003. Fram kemur í tilkynningu að hún hafi notið mikilla vinsælda, en um 200 þúsund manns hafa sótt um aðgang að síðunni, sem geri Íslendingabók að vinsælasta gagnagrunni heims miðað við höfðatölu.

Að jafnaði eru um 100-150 notendur skráðir inn hverju sinni og nota um 2.500 manns Íslendingabók á hverjum degi. Íslendingabókarforrit er að finna á Facebook sem um 200 manns nota á hverjum degi, að því er segir í tilkynningu.

Þá segir, að í tilefni af afmælinu hafi Íslensk erfðagreining og verkfræði- og náttúruvísindasvið (VoN) Háskóla Íslands ákveðið að standa fyrir keppni um gerð hugbúnaðar til að nota Íslendingabók í snjallsímum og spjaldtölvum (app). Keppnin muni fara fram í mars, nánar verður skýrt frá tilhögun keppninnar í febrúar mánuði.

Íslendingabók er ættfræðigrunnur Íslenskrar erfðagreiningar og Friðriks Skúlasonar og er opin öllum Íslendingum endurgjaldslaust. Þar geta notendur skoðað upplýsingar um sjálfa sig, nánustu ættingja aftur í þriðja lið og afkomendur þeirra og alla sem fæddir eru fyrir árið 1700. Íslendingabók geymir upplýsingar um 804.000 einstaklinga frá landnámi og fram til dagsins í dag. Í grunninum er að finna flesta þá Íslendinga sem uppi hafa verið frá því að Manntalið 1703 var tekið. Tæplega 98% einstaklinga í Íslendingabók á 19. öld eru tengdir við báða foreldra og tæplega 95% á 20. öld.

 Helstu heimildir að gögnum Íslendingabókar eru manntöl, kirkjubækur, þjóðskrá og önnur opinber gögn. Notendur hafa einnig verið duglegir að senda inn leiðréttingar og viðbætur og má segja að grunnurinn sé í sífelldri þróun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert