Jafn einföld lausn og vítamín gæti bætt líðan mígrenissjúklinga, samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar.
Vísindamenn við Griffith-háskóla í Queensland í Ástralíu eru að þróa nýja meðferð við alvarlegum höfuðverkjum. Meðferðin felst m.a. í því að taka B-vítamín og fólín-sýrur.
<a href="http://www.smh.com.au/national/health/vitamin-key-to-treating-migraines-20130120-2d18e.html">Bridget Maher segir</a> að meðferðin gæti gagnast þeim 20% mígrenissjúklinga sem þjást af ættgengum sjúkdómi. „Meðferðin dregur úr tíðni og styrk mígrenisins,“ segir hún.
Ákveðið ensími í líkamanum virkar ekki eins vel hjá mörgum mígrenissjúklingum og hjá öðru fólki. „Með því að taka inn B-vítamín er hægt að bæta úr þessu,“ segir Maher.
Hún segir að vísindamennirnir séu nú að kanna skammtastærðir o.fl. og að meðferðin verði ekki fullmótuð fyrr en eftir nokkur ár.