Vítamín gegn mígreni

Jafn einföld lausn og vítamín gæti bætt líðan mígrenissjúklinga, samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar.

Vísindamenn við Griffith-háskóla í Queensland í Ástralíu eru að þróa nýja meðferð við alvarlegum höfuðverkjum. Meðferðin felst m.a. í því að taka B-vítamín og fólín-sýrur.

<a href="http://www.smh.com.au/national/health/vitamin-key-to-treating-migraines-20130120-2d18e.html">Bridget Maher segir</a> að meðferðin gæti gagnast þeim 20% mígrenissjúklinga sem þjást af ættgengum sjúkdómi. „Meðferðin dregur úr tíðni og styrk mígrenisins,“ segir hún.

Ákveðið ensími í líkamanum virkar ekki eins vel hjá mörgum mígrenissjúklingum og hjá öðru fólki. „Með því að taka inn B-vítamín er hægt að bæta úr þessu,“ segir Maher.

Hún segir að vísindamennirnir séu nú að kanna skammtastærðir o.fl. og að meðferðin verði ekki fullmótuð fyrr en eftir nokkur ár.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka