Landmælingar Íslands gerðu í gær mikið magn af stafrænum gögnum aðgengileg almenningi án endurgjalds þar sem markmiðið er að tryggja greiðan aðgang að upplýsingum um náttúru og umhverfi landsins. Þessar upplýsingar er hægt að nýta til að búa til nákvæmar þrívíddarmyndir og kort af landslaginu.
Kortasíðurnar Google Earth og Google Maps hafa búið slík kort en þær byggja á gögnum sem hafa fengist gjaldfrjálst og hafa því ekki verið mjög nákvæmar hvað Ísland varðar. Fyrirtækið Designing Reality hefur þegar gert nákvæma þrívíddarmynd af Surtsey með gögnum og myndum sem voru gerðar aðgengilegar í gær.
Þeir segja að með tímanum verði hægt að gera nákvæm þrívíddarkort af öllu landinu sem muni að töluverðu leyti byggja á gögnunum sem voru gerð aðgengileg í gær. En kortin gætu nýst í landmælingum, vísindastarfi og í ferðaþjónustu.