Í sænskri rannsókn sem náði til 25 þúsund einstaklinga í Svíþjóð þjást einn af hverjum þremur Svíum af svefnvandamálum. Samkvæmt henni eru reykingafólk, offitusjúklingar og þeir sem glíma við astma, líklegastir til þess að eiga við vandamálið að stríða.
Þátttakendur í rannsókninni voru spurðir um svefnvenjur, líkamsrækt, tóbaksneyslu og öndunarfærasjúkdóma.
Þriðjungur átti við einhver af eftirfarandi svefnvandamálum að stríða. Erfiðleika með með að festa svefn, að vakna í sífellu á nóttunni eða að vakna árla morguns eftir lítinn svefn án þess að geta sofnað að nýju þrátt fyrir að vilja það.
Að undanskildum þeim sem glímdu við astma kom í ljós að þeir sem voru með rútínu á því hvenær þeir fóru í háttinn og þeir sem stunduðu reglulega líkamsrækt voru ólíklegastir til að eiga við svefnvandamál að stríða.
Þá segir í rannsókninni að þeir sem hrjóti hvílist gjarnan síður og skynsamlegt sé fyrir þann hóp að heimsækja lækni.
The Local segir frá