Grænmetisætur fá síður hjartasjúkdóma

Rannsókn sem 44 þúsund Englendingar og Skotar tóku þátt í sýnir að grænmetisætur eru í 32% minni hættu á að deyja á sjúkrahúsi af völdum hjartasjúkdóma.

Kólesterólmagn, blóðþrýstingur og líkamsþyngd eru talin vega þungt hvað þetta varðar.

Niðurstöður rannsóknarinnar hafa verið birtar í American Journal of Clinical Nutrition, og greint er frá þeim í frétt á vef BBC.

Hjartasjúkdómar eru mikið heilsufarsvandamál á Vesturlöndum. Þeir draga 94 þúsund Breta til dauða á hverju ári, fleiri en nokkur annar sjúkdómur. 2,6 milljónir Breta þjást af hjartasjúkdómum.

Vísindamenn við Oxford-háskóla hafa greint gögn 15.100 grænmetisæta og 29.400 manna sem borða kjöt og fisk.

Á 11 árum létust 169 þátttakendur rannsóknarinnar vegna hjartasjúkdóma og 1.066 þurftu meðferð á sjúkrahúsi. Þetta fólk var líklegra til að borða kjöt og fisk.

Vísindamennirnir segja að niðurstöðurnar sýni fyrst og fremst hversu miklu hlutverki mataræði gegnir þegar kemur að hjartasjúkdómum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert